- Project Runeberg -  Friðþjofssaga /
49

(1866) Author: Esaias Tegnér Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

49

En óskir heitar eigi stoða,
í austri fagur morgunn skin
með sama himinrósaroða,
sem reifir kinn á silkilín,
og þúsund raddir þrasta titra
og þylja morgunljóðin dýr;
nú lifnar allt og öldur glitra,
og unnustinn með skuggum flýr.

Nú rennur sunna rósum skærri;
ó, reiðst ei minni heimskubæn;
nú flnn eg glöggt, að goð er nærri;
svo guðum-fríð er sólin væn;
hve sæll er hann, er svífa fengi
eins svása æfibraut og hún,
og ljós og sigur gegn um gengi
með gulli skráða frægðar-rún.

Þitt heilagt auga, sunna! sjer nú,
það svásast er á Norðurgrund;
og meyjar skjól og skjöldur ver þú,
því skærust ímynd þín er sprund;
þinn himinn býr í hennar auga,
svo hrein er mær sem geisli þinn;
þín gullhár hennar lokka lauga,
þitt leiptur skreytir hennar kinn.

Og far nú vel, mín brúður blíða!
og bíð mín sælli nætur-stund;
æ, far nú vel; á vangann fríða
og varir þiggðu kossa, sprund!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 03:19:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/fridtjof/0083.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free