- Project Runeberg -  Ágrip af Náttúrusögu /
98

(1884)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

9S

5. F í s k a r.

Fiskarnir kafa kalt blóð, anda með tálknum, og
eru hreistraðir; peir sj’nda með uggum, og eru peir
útlimir peirra. Allir fiskar lifa i sjó eða fersku
vatni.

Flestir fiskar eru nokkuð langvaxnir og ávalir,
gildastir um miðjuna en mjórri fram og aptur; rennur
höfuð, bolur og hali saman í eitt. Hreisturblöðin, sem
eru yfirhúð fiskanna, eru föst að framan en laus að
aptan, og liggur hvert á annað eins og þaksteinar.
Margir fiskar eru mjög hálir og slepjaðir utan. Allt
þetta, líkams myndin , hreisturbyggiugin og slepjan,
gjörir fiskana mjög hæfa til þess, að renna sér áfram
í vatninu og yfirvinna mótstöðu þess; encla er flýtir
sumra fiska ótrúlega mikill.

Beinabygging fiskanna virðist i fljótu bragði
mjög frábrugðin beinabygging spendýranna; en þó má
finna þar flest hin sömu bein, þó lögun þeirra sé
ó-lik, og þau standi ekki í sömu hlutföllum hvert til
annars. Aðalhluti beinagrindarinuar er hryggurinn.
Hver liður er skálmyndaður í báða enda, og koma
saman einungis á brúnunum. Bifin eru margfalt fleiri i
fiskunum en spendýrunum; hið sama er og að segja um
höfuðbeinin. að þau eru mjög margskipt, og flest þunn
og létt. enda eru svo flest bein fiskanna. —
Ugg-a r n i r eru myndaðir úr beingeislum, er ganga inn á
milli rifjanna, og eru sameinaðir með húð eða himnu;
geta þeir bæði þanizt út og dregizt saman. Uggarnir
eru tvenns konar, s t a k i r eða t v í s e 11 i r. Stakir
eru: b a k u g g a r, gotraufaruggar og s p o r ð-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 18:11:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/natturusog/0112.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free