- Project Runeberg -  Á ferð og flugi : Kvæðabálkur /
10

(1900) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - II. Bœjarbragurinn

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Og nú eins og áður menn ætla það stríð
                sé einkum um sannleikann háð. —
En kyrkjur, sem ástmeyjar, hyllast þá helzt,
                sem hafa mest skildinga ráð.

Ég minnist á kyrkjur — því kominn ég var
                til kyrkjuþings; lærði svo þar,
Að inn í það guðhræddra syndara safn
                mér sannlega ofaukið var!
Því þó að ég, vitaskuld, syndari sé,
                að sjálfsögðu hef ég mig ei
Úr tapinu hér með að trompa’ uppá það
                sem tekur við, þegar ég dey.

Og sálarró guðsmannsins ókyrrist oft,
                hann ásækir grunsemi blind:
Að Dauðinn og Forsjónin felist að sér
                í fanginu á einhverri synd.
— Við hversdagsstörf uni ég áhyggjulaus,
                mér óhult það sýnist og létt,
Og kem svo ti] dyranna, Dauði, til þín
                í daglegu fötunum rétt!

————

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 01:44:57 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/aferdflugi/0012.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free