- Project Runeberg -  Á ferð og flugi : Kvæðabálkur /
16

(1900) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - IV. Sveilarsiðurinn

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Og svo var til almennrar samkomu efnt,
                að safna’ í þann féleysis-hyl;
Og þar gengu kvenfélags-konurnar fremst,
                því kökurnar lögðu þær til.
Og Ragnheiðar fegurð var fésæl það kveld.
                Það fanst á, menn skildu það bezt,
Að piltarnir vegna þess buðu’ altént bezt
                í brauðið, sem hún hafði gert!
Til kyrkjunnar safnaðist silfur og bréf
                og „centin“ og „dollara“ fjöld.
Og Skaparinn ánægður hefir víst horft
                á húsið sitt skuldlaust það kvöld.

En vorönn kom rétt eins og rothögg á alt.
                Um Ragnheiði lítið var skeytt,
Og dönsum og sáluhjálp sýndist þá helzt
                í sáning og uppskeru breytt.
Og þá sat hún hnípin og óglöð, því ei
                hún ættingjum framar var lið;
Til hvers var það líf, þegar hvergi var „ball“
                og kyrkjan ei þurfti’ hennar við?
Svo úr því til bæjarins aftur hún fór,
                þar ei var svo fjörlaust og þurt,
Á sveitinni hálfleið — og hálfleið var sveit
                á henni’, er hún fór þaðan burt.


<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 01:44:57 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/aferdflugi/0018.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free