- Project Runeberg -  Á ferð og flugi : Kvæðabálkur /
20

(1900) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Like | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - VI. Vetrarmorgunn i áfangastað

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Sem loftshliðið opnaðist langt uppi’ í geim
                að ljóslausri gjörauðn og nótt.

— Við komum af firnindum, Frakkinn og ég,
                vor för var af landssjóði trygð.
Og þrjátíu mílurnar ófarnar enn
                við áttum af hundrað í bygð;
En hinir í liðið, svo lítið það var,
                á leiðinni bætst höfðu við
Og ótekin veiði og ófundið gull
                var iðn þeirra’ og framtíðar mið.
En við höfðum „stimpilinn“ stjórninni frá —
                um „stöðurnar“ varð nú ei jafnt!
Í meðvitund vorri, en utan á ei,
                það aðalsmark bárum við samt!
En þó að svo væri, við vórum þar nú
                á viðlíka skipbroti’ og þeir:
Að krókna’ upp í óbygð og keifa’ o’n í bæ;
                en kuldann við óttuðumst meir.
Þótt ferðinni hrylti oss hálfvegis við,
                hann hristi’ af sér Írinn minn þó.
Hvort morgunbæn las hann, er mér ekki ljóst,
                en matinn sinn át hann i ró.
Og upp þegar lögðum við, leit hann til mín:
                „Að líkindum skár um þig fer


<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Fri May 10 20:10:49 2019 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
http://runeberg.org/aferdflugi/0022.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free