- Project Runeberg -  Á ferð og flugi : Kvæðabálkur /
30

(1900) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - X. Austur og o’n á við

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Sem ranghali’ í víðari veraldir út
                mér virtist sú hlykkjótta leið;
En smásaman víkkaði, von bráðar reis
                upp vestrið með fjallgarðinn sinn.
En austrið stóð opið sem hurðarlaust hlið
                í himin og víðlendið inn.

Hver hlutur rann mót mér á hlaupandi ferð
                og hentist í hvarf út á slóð —
Sem Matthías okkar með orðgnótta flug
                um útsýnið kvæði mér ljóð!
En sljóskygna augað mitt fékk því ei fylgt —
                mer fanst eftir dálitla stund,
Að stórhéruð tóm hefði’ af sólskini séð
                og svifmynd af skógum og grund.
Og þreyttur varð hugur að góna’ út í geim,
                svo glugganum sneri ég frá
Til samferðamannanna’, ef gæti ég greint
                það gleggra, sem nærri mér lá.
— Á sama hátt þjóðtrúin sjálf hefir skift
                um sjónhring — og gerir það enn —,
Þvi guðunum öllum, sem óljóst hún sér,
                á einhvern hátt snýr hún í menn.

— Af hádegi leið nú og liðugt gekk ferð,
                því lestin var framgjörn og hröð,


<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 01:44:57 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/aferdflugi/0032.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free