- Project Runeberg -  Á ferð og flugi : Kvæðabálkur /
47

(1900) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - XVI. Dagdómar

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Og setst er hún hafði, hún samstundis tók
                í samræðu hikandi þátt,
Því ljóst var, að henni var hygni sú leið,
                að hlusta, en talleiða fátt.
Mér fanst hún sem drengur, sem dregur sig inn
                í deilu með brennandi sál,
En reynir að leyna því rólegur samt,
                menn ræði sitt áhugamál.

Hann vék að því þegar, hvað við hefðum rætt
                og vandkvæði’ á „álitsins“ hlið,
Sem samþykki hárvist inn síðast dóm
                þar segði’ upp — og bætti því við:
„En vinur minn hérna hann sér ekki samt
                það svona, frá gagnstæðri hlið,
Því „almættisdóminn í almannaróm“
                hann efar og kannast ei við.“

„Jú, eflaust er“ sagði hún „misskilið margt
                og mikið, sem leiðrétta þarf —
Hann pabbi’ hennar Ragnhildar ruglaðist eins
                í rétt-trúnað síðan hún hvarf.
Er kyrkjunni færði hann gjöf o’n á gjöf,
                mig grunaði’ ei — svo var það þó —


<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 01:44:57 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/aferdflugi/0049.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free