- Project Runeberg -  Á ferð og flugi : Kvæðabálkur /
51

(1900) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - XVII. Almenningsálitið

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Hve hagorð öll bænin og vegsemdin var,
                sem vinur minn hlóð hana á.
Því morguninn sama barst sagan í kring
                á svipstund—oft lengd, stundum hálf,
Að stúlkan, sem lá þarna, leyst hefði barn
                úr lífsháska’, en farist þar sjálf.
Svo útbreiddist fréttin og frásagan ógs.
                En fáum var ljóst, hvað hún hét,
Svo íslenzka konan hún að eins var nefnd.
                Það orðsporið nægja sér lét.

Og þá kom að hitta minn háttvirta prest
                ein hefðarfrú, göfug og rík,
— Með því var hún auðkend—og inti’ honum frá,
                sér ant væri’ um Ragnheiðar lík,
En sjálf væri’ hún ókunn og þekti’ engan þar —
                Já, þess vegna’ hún „tátlana“ bar,
imyndun fólks, en ei þekkingin þess,
                var það sem úr málinu skar! —
„Þvi hún hefir, veslingur, greiða mér gert.
                Í gær þegar slysið bar að
— Hún Daisy mín litla, og líklega ég,
                er lifandi nú fyrir það —
Er einhver í svefnvagni sofandi mig
                úr sænginni nauðuga dró


<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 01:44:57 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/aferdflugi/0053.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free