- Project Runeberg -  Á ferð og flugi : Kvæðabálkur /
60

(1900) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Þrjú kvæði - Kveld

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Og mælginni sjálfri sígur í brjóst
Og sofnar við hundanna gelt,

En lífsönnin dottandi’ í dyrnar er setst,
Sem daglepgis vörður minn er;
Sem stygði upp léttfleygust ljóðin mín öll,
Svo liðu þau sönglaust frá mér;
Sem vængbraut þá hugsun, sem hóf sig á loft
Og himininn ætlaði sér, —

Hve sárfeginn gleymdi’ eg og sættist við alt,
Ef sjálfráður mætti ég þá
Í kyrðinni’ og dimmunni dreyma það land,
Sem dagsljósið skein ekki á,
Þar æ upp af skipreika skolast hún Von
Og skáldanna reikula Þrá;

Það landið, sem ekki með o’nálag hátt
Í upphæðum neitt getur bætst,
Þar einskis manns velferð er volæði hins,
Né valdið er takmarkið hæst,
Og sigurinn aldrei er sársauki neins,
En sanngirni’ er boðorðið æzt.

En þá birtist Andvakan ferleg og föl
Og fælir burt hvíld mina’ og ró,
Og glötuðu sálirnar sækja að mér,


<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 01:44:57 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/aferdflugi/0062.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free