- Project Runeberg -  Á ferð og flugi : Kvæðabálkur /
Omslag

(1900) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Titel och innehåll

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Jón Ólafsson

Bóksali, Pappírssali, Ritfangasali,


selur allar íslenzkar bækur, pantar enskar og
aðrar útlendar bækur greiðlega og ódýrt. Hefir
einkasöluumboð hér á landi fyrir pappírsverksmiðjur
Tullis & Co. í Edínborg og
fyrir umslagaverksmiðju þeirra og
ritfangaheildsöluhús.Pappír og ritföng getur
enginn selt ódýrra í heildsölu. Menn, sem
sjálfir hafa pantað pappír og umslög frá stórum
heildsöluhúsum í Englandi, hafa rekið sig
á, að þeir fá betri kaup í pappírsverzlun Jóns
Ólafssonar. Hann selur pappír í heildsölu (en
gros)
, prentpappír í rísum, skrifpappír í rísum
og pökkum, umslög í pökkum (250 umsl.),
skrifbækur í stórtylftum (gros) eða fjórðungum
stórtylfta. — Bókbandsefni: pappi miklu
betri og vandaðri, en þýzkur og danskur, og þó
ódýrari; marmara-pappír, náttúru-pappír, kápu-pappir.
Bréfpokar fyrir kaupmenn o. s. frv.

Bóksölumenn og kaupmenn geta hvergi fengið
hagkvæmari kaup á pappír og alls konar ritföngum.
Pantaðar vörur sendi ég beint frá
Leith til hverrar hafnar á Íslandi.

Sex blöð og tímarit kaupa nú pappír hjá mér.

Meðal viðskiftamanna minna get ég vísað
til hr. prentsm.-eiganda D. Østlund
(Aldar-prentsm.), hr. kaupm. Ben. S. Þórárinssonar,
ritfanga-verzlunar hr. Þorv. Þorvarðarsonar,
hr. bókb. Arinbj. Sveinbjarnarsonar, allra hér
í Rvík, sem allir geta borið um, hvernig sé
að skifta við mig.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 01:44:57 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/aferdflugi/0067.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free