- Project Runeberg -  Aflstödin /
1

(1907)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Like | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - AFLSTÖDIN, 7. dec. 1907 - Verid á verdi! - Hið eina nauðsynlega - Efndir bœjarstjórnarinnar - Hverjar eru þakkirnar? - Hvað er til foráttu fundið

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

AFLSTÖDIN.

======================================
WINNIPEG, 7. DESEMBER 1907.
======================================

VERID Á VERDI!

AFLSTÖÐIN Í VEDI. KOSNINGARHEIT ROFID. UNDIRFERLI.
ANDRÓDUR AUDMANNA.
—————
Síðan borgarstjóri Ashdown lagði bann fyrir bygging aflstöðvar fyrir bæinn hafa þeim firnum af blekkingum
öfgum og lygum verið ausið út um það mál alt saman, að vonlaust er að kjósendur geti áttað sig
á málinu og vitað hverju þeir mega trúa og hverju ekki. Til að bæta úr því
er þetta blað útgefið. Það hermir frá með sannindum og gefur
mónnum nœga leiðbeining til að gæta hagsmuna sinna
við kosningarnar, sem nú fara í hönd.
——————————

Hið eina nauðsynlega.Þá er kosningar til
bæjarstjórnarinnar fóru fram í fyrra, var
fjöður og fit uppi á hverjum manni,
að bærinn ætti að ráðast í að koma
rafaflsstöð á fót fyrir bæinn.
Öllum var ljóst, að með henni myndi
íðnaðurinn halda innreið sína inn
í bæinn með öllu því skrúði og
allri þeirri blessun, sem honum
fylgir og fylgja hlýtur,
verksmiðjur myndi þjóta upp, atvinna
festast og aukast, nauðsynjar lækka í
verði, ljós hiti og flutningar um
beinn fást með margfalt betri
kjörum o. s. frv., en fasteignir að sama
skapi hækka í verði og bærinn
blása sundur af áframhaldandi
aðstreymi fólks. Rafaflsstöðin var
hið eina nauðsynlega; það þótti
mönnum þá, enda fóru kosningar
svo, að þeir einir voru kosnir sem
lofuðu því, að koma aflstöð
bæjarins á stofn að einum
undanteknum. Hver tuska hló þá á
Ashdown af áhuga á að koma henni
á. Hann sá þá ekki, vitmaðurinn,
fjárhagssnillingurinn,
fjármálaspekingurinn svokallaði, málinu
neitt til fyrirstöðu, og tók við
kosningu upp á það loforð, að
koma henni á.

Efndir bœjarstjórnarinnar.Með þessum kosningum að
baki sér, var bæjarstjórnin, sem
að líkindum fer, ekki hikandi, hvað
henni bæri að gera. Aflstöðin var
það á veg komin fyrir kosning
arnar, að staður hafði verið valinn
fyrir hana við Winnipeg-á árið
1905, bæjærsamþykt afgreidd 1906
og verkfræðingar ráðnir til að gera
uppdrætti og sjá um framkvæmdir
á verkinu. Bæjarstjórnin hélt
þessari stefnu áfram. Hún leitar
tilboða um byggingu
stöðvarinnar, lætur byggja 34 mílna langa
járnbraut fyrir $300,000, til
aðflutninga efnis og véla og tekur
loks 4. nóv. með miklum meiri
hluta tilboði um að koma stöðinni
upp fyrir 21/2 miljón dollara, sem
greiðast eiga með 4% 40 ára
skuldabréfum á $92, eftir því sem
verkinu miðaði fram. Svo langt
kom bæjarstjórnin málinu áleiðis,
áður enn borgarstjóri Ashdown
skar það niður fyrir henni með því
að leggja bann á
samþykkisgjörðina.

*


Hverjar eru þakkirnar?Með afskiftum sínum af
aflstöðinni, hefir meiri hluti
bæjarstjórnarinnar sýnt áhuga sinn á máli
þessu, kostað kapps um, að vilji
almennings næði fram að ganga
um þetta mál, og reyndi að efna
kosningarheit sín. Í staðinn fyrir
þakkir hafa dunið yfir hana
ókvæðisorð og skammaryrði látlaust og
þindarlaust. Þeir hafa verið
kallaðir eyðsluseggir, fjárglæframenn,
ræningjar, þverhausar og stefna
þeirra óðs manns æði, hámark
heimsku og fiflskapar. Hvað
kemur til? Er þetta réttlátt? Eiga
þeir þetta skilið? Íhugaðu það,
kjósandi, þú sem krafðist af þeim
að koma vinnuafli í bæinn. Þú
vildir það. Þú átt sneiðina með
þeim.

*


Hvað er til foráttu fundið


gjörðum meiri hlutans að þiggja
tilboðið? Var tilboðið ofhátt?
Fjarri fer því, ekkert er haft á móti
kaupi því, sem áskilið var fyrir
verkið. Það er talið gott og
viðunandi, því það er lægra en
áætlað var af bæjarverkfræðingnum,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Jul 3 17:58:46 2016 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
http://runeberg.org/aflstodin/0001.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free