- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
17

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Á göngu uin grjót og klungur
()g græna og slétta haga —
Að hlæja hjartanlega,

Og hindranirnar lækka,

Og titra á víxl aí’ trega,

Er tími manna að stækka.

Eg ætla að vera ungur
Um alla mína daga,

En aldrei elli-þungur —

Það er svo létt ineð Hraga,
Svo létt! að lesa og skrifa
Og líka að spyrja og efa,

Og altaf létt að lifa,

Og létt að fvrirgefa.

1891

Vantrúin.

Hún kom eins og geisli i grafar-húm kalt.

Og glóandi birtuna lagði yfir alt —

Og aldirnar gegnuin mér glóa hún virtist,

Sem gagnsæ þýðing mér heimurinn birtist.

Og gryfjan min sýndist mér veraldarvið,

Og verðandi stór eins og eilifðar-tið —

Við ljós hennar bjarta hver skíma varð skærri,
En skuggarnir ljótari, grettari, stærri.

Slephan G. Stephansson : Anclvökur. 2

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0023.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free