- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
33

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Menta-mennirnir.

Þeir koma svo skrítnir úr skólurn —

Já, skratt’ ertu fúll, ef þér stökk ekki bros —

Svo keimlíkir hofróðu kjólum

Með krögum, með »slögum«, með »lissur« og flos.

Eitt samkrull frá sextiu búðum

Af silki og borðum, með »slaufur« og glvs,

Og innan i öllum þeim dúðum
Er örlítill mann-kjarni, smár eins og íis.

Eins koma þeir, kafnir i fræðum,

Svo hvergi sést mót fyrir lögun og stærð,

I ílugham úr ritum og ræðum

Frá rykugri fornöld og nútíðar mærð —

En hugurinn hleypur i skorðum
Um háskóla-spekinnar afmerkta blett,

Og biýzt út i bullandi orðum
Af bláþunnri mælsku, í skvett eftir skvett.

1901

Hugur og hjarta.

Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað —
Vinur aftansólar sértu,

Sonur morgunroðans vertu.

1901

■Stephan G, Ste]>hansson: Andvökur.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0039.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free