- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
59

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Situr þar í klaka-krystalls reið
Kóngur vetur, st\rrir vindum nætur,
Skýjum þeytir, þeysir suð’r á leið,
Þyrlast snjó um kerru sína lætur.

Hjólin spinna hækkað fanna kyngi —
Hræðist vetur ei að stormar spryngi.

Þyknar élið, þrútnar liríð og blæs,

Þytur kaldur fer af ökumanni.

Fyllist jóreyk — rökkva íss og snæs —
Roku-Ioft og sléttan fanna-hranni.

Fjöllin á sig klaka-lijálmi hvelfa,
Krapa-brynju týgjast vatn og elfa.

Aldrænn vetur, enginn fagnar þér,

Allir fyrir veldi þínu kvíða.

Sumarblóm af felmtri fölnað er,

Fallið lauf af skelfing þinna hríða —
þú munt stolt frá stóli jökulfanna
Stjórna lengst, í óþökk Guðs og manna.

Kaldi vetur, kveðið get eg við
Komu þína, og rímað kuldann á þér.
Velkominn, að gesta-greiðans sið,

1 garð minn vert’ og sittu uppi hjá mér —
Hér er ekkert handa þér að frjósa,
Hæfilegan náttstað áttu að kjósa.

Gistu, þigðu þessi kulda-ljóð,

Þér í sveig sem bind eg, stirð og frosin.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0065.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free