- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
61

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

En nú brýt eg ísinn, og þíði mér þá
Eins þumlungs-vök gegnum hann rúðuna á,
Og kem út úr húsi með hending sem kól:

Að heilsa þér nýár og dagur og sól.

Hve seinlýs er birting — og aðdregið er
Mitt útsýnið litla, — sem þekkingin hér
In kámleita jafndýpt af korguðum snjó
í kuldann sem starir, með jöðrum af skóg’
Svo tils\ndar dimmum, sem gapandi gjár,

Sem geymdu svo ríkið þitt, hávetrar-snjár,

Að brott kæmist enginn — og loft-rými lágt
Að landinu grúfir sig harðneskjugrátt.

Og alt situr hljótt nema helkuldinn,

Sem hittir á lífæð og klýfur sig inn
I hvað sem hann nær í, þá brestur við brak
Sem bana-kvrð raskast við andartak.

Nú rofar til húsa — sem hraun-borg við snæ
í haglausum öræfum, sé eg hvern bæ
Frá auðninni lyftast. Þeir standa svo strjált
Sem stríðs-raun um andrúmið lægi við sjálft.
Þau skjólleysi næðir svo napurt og kalt,

Er norðanliríð kemur með liðið sitt alt,

Og lileður upp fenni að hliðum og gaíl
Og hringgrefur kofann í ókleifan skafl.

En fullbjart er orðið. Nú hlýnar í heim,

Og hiti og líf er i kofanum þeim,

Sem svipúðug náttskuggans sjónhverfing I’al

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0067.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free