- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
62

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

í svartbláan ham, eins og dauðfrosið kal.

Frá arinhlóð reisa sig reykjar-flóð,

Þó ræfrið sé frosið, það býr yfir glóð
Og heimilis-ylnum við hjarta-slög þíð,

Sem héldu sér vörmum í frostum og hríð.

Og þegar um hádag er heiðríkja skær:
í hlé fyrir stormi ef sólgeislinn nær
í afskektum lognblettum, veggina við,

Björt vorfylgja tekur þar dáliíla bið
Og vermir þar loftið og lækkar þar mjöll,

Og lifandi kveður hún góðviðrin öll.

Við þekkjum, að nýtt ár, sem nú fer í hönd,
Er nýárið gamla — með sólskin um lönd
Og forsælu-eyðurnar — okkur í kring
Hvert ár ratar bara sinn fortíðar hring —

Og Gestur inn blindi það einungis er,

Sem ítrekar gátur, sem marg-heyrðum vér,

Með yfirdreps-svipinn og sérgæði þurt —

En svörum eins lengi og það getur spurt:

Um meiri snild, um hagari hönd,

Um hra.ústari líkam’, um þroskaðri önd,

Uin hugsanir dS’pri, um hreinsagðar’ mál,

Um huggulli viðbúð, um göfugri sál,

Um alt sem við þykjumst með sannindum sjár
Um sjálfstæði örugt að víkja ei þar frá,

Um meðvitund okkar um ágætast hvað
í okkur lm* sjálfum, og rækt við það,

Um áorkað takmark, um ætlun þá samt:

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0068.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free