- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
101

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Kveðið eftir drenginn minn.

I.

Svo far þú í guðsfriði, gamla ár,
í gröíina liðinna tíða!

Með fannstormsins ekka, með frostbylsins tár
Á förum þú kveður — Eg man þér hve sár
Mín sorg var, er sá eg hann líða,

Og seinast of-þreyttan að stríða.

Já, þú mátt nú loka mér leiðið hans
Að lyktum með skaflinum kalda,

Því enn sé eg bláheiðu augnanna glanz,

Eg enn hevri róminn míns litla svans,

Lít kollinn minn fríðlokkum falda —

Það fylgir hve langt sem skal halda.

1887

II.

Það var í fvrra,

Er fyrstu spruttu
Sumarblóm vorskúrum vakin:

Götuna þessa,

Sem geng eg einsamall,

Hljópstu við hlið mina, kæri.

Blikandi blómum,

Blöðum grænkandi
Fyltirðu lófana litlu.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0107.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free