- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
104

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

En land hans mínum muna ljúf’ra var,

()g moldin kærri — fyrst hann hvíldi þar.

— Að þurfa að snúa lieim á leið til harms,
Þó hugur kvíði ekkaþrungins harms:

Þá er það víst, þeim undan því ei vék,

Að óbætt sorg er karlmenskunni þrek.

1901

Barns-missir.

— Gert að óskum armars manns. —

Eg stóð sem lostinn, leit með ró
Inn litla, kalda náinn.

Eg trúði varla, en vissi þó,

Þú værir, barn mitt, dáin!

Svo hrökk eg við, í hjartað skar
Mig hreyfðarleysið á þér —

En lífs-von um þig lengstu var
Ei laiist að slita l’rá mér.

Eitt augnablik, og um þig var
Eg enn við Hel að keppa;

Víst hlaut minn rétti réttur þar
Að ráða, en lnin að sleppa!

Þig, falda inn í faðminn minn,
Eg frá henni megna að taka,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0110.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free