- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
105

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og geta vermt upp kalda kinn
Og kyst þitt líf til baka.

En svo kom skynsemd, skýr en sái\

Eg skildi að þú varst liðin.

Mér brann það, eins og öll mín tár
í eldi lægju sviðin,

Og strax hvarf sérhver von og völ
Úr vilja og mínu hjarta,

Mér fanst mér orðið alt að kvöl,

En ætti ei mátt að kvarta.

Svo gekk eg inn og út, hvern dag,

Sá alt sem forðum vera,

En fanst það einhvern ógeðs-brag
Og einkis-virðis bera,

En komið sviplegt ílótta-far
A fegurð alla og blíðu.

En döpur auðn og ami var
Mér æ á hvora síðu.

Og morgun hvern við hjarta-þraut
Eg hrökk upp til að vakna,

En mundi ei fvrst hvern harm eg hlaut,
Né hvers eg var að sakna.

Eg taldi mína minni í,

Eg mændi gegnum húmið,

Svo festust augun enn á því:

Að autt var litla rúmið.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0111.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free