- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
106

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sá vetur leið. — En langdegin
Nú leiða verk úr sárum —

Þvi til er vor og viðreisnin
I verstu kulda-árum.

Nú sé eg, ást mín, andlit margt
Um ættsveit barnaríka,

Það svipar til þín sérhvað bjart
í svipnum þeirra líka.

()g hvar sem sára saknaðs-kvöl
Nú sé eg aðra líða
Það er mér nú svo nátengt böl,
Mér nauðir þeirra svíða —

Þín höndin dauðans hömlum í,

PZr harmar rofa og mildast,

Gat opnað mína elsku, því
Sem er þér líkt og skyldast.

1887

Bandarikin kvödd.

\rel sé ykkur framtíðin,

og fjölgi sannleiks þrár!

I fósturlaunin öll á mér
í þessi sextán ár —

Þið sem að lokum eigið
svo marga taug i mér,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0112.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free