- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
111

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sem hefir farið einn. -— Og eins og þú
Sér einstíg rutt úr troðning vanans lesta,

Um foröð lífssins sjálfur bygt sér brú,

Ei brautir krækt er ganga sá hann flesta.

Ei beygt né krækt, þó breidd af skrilsins liönd
In beztu klæði á götu sína fengi,

Né þó að hroka-hjátrú æpti um bönd
í höft á þann, er sína leið ei gengi.

()g dauða-kvíðinn kjarkinn þinn ei skar,

Þú kveiðst því meir’ að þreytti æfi-lúinn. —
Þitt líf varð stutt, en styrjöld löng’ það var.
Það stríð er þungt, sem heyir einn við múginn.

Svo hvíl i friði, félagi! Þitt skeið
Þú fórst sem vissir stefnuréttast, beinast.

Og engum þeim sem aðra krækja leið
A endanum mun hvíldin værri reynast.

1891

Útlegðin.

Eg á orðið einhvern veginn
Ekkert föðurland,

Þó að fastar’ hafi um hjartað
Hnýzt það ræktar-band,

Minn sem tengdan huga hefir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0117.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free