- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
115

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og svo hef’ eg sett mér
Einn svo lítinn blett hér:
í kyrþey lífs að kveldi
Sem hvíli íslenzk bein.

1891

Gisli Dalmann frá Mjoadal.

Og nú er hann týndur úr lesta-ferð lífs
Hann lagðist til hvíldar í áfanga-stað,

Og lífsrevnslan snerist upp andvöku í
Og áreynsla dagsins varð þjáningu að,

In rósama nótt fékk ei sárindin svæft
Með svefnfróun blíðri né stunið hans kæft.

En þá lyfti dauðinn að höfði ’ans liljótt
Upp hælaðri skör, meðan enginn sá til,

Og sig upp að rekkju hans dulklæddur dró
Sem dimman og þögnin, um lágnættis bil,

Og stakk honum svefnþorn sem sefar hvert mein,
Sem svæfir að fullu og þaggar öll kvein.

Svo nú er hann týndur úr lesta-ferð lífs —
Þeir lögðu upp að morgni, en eftir hann varð
Með sólskinið létt fyrir legstein og blóm,

Er líkfylgdin dreifðist úr þögulum garð —
Hans dagleið var kapplilaup um klungur og töf,
Og hvíld fékk hann loksins í útlendings gröf.

8*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0121.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free