- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
117

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Minni Alberta.

Þú fagra sveit i fjalla arm’,

\’or fóstran unga, nýja,

Sem vermir milt þinn rnjúka barm
Við morgunsólu hlýja,

Með silfurtæru tljótin fríð,

Með flöt og kletta-hallir,

()g marga græna grenihlíð
Við gljáar vetrar-mjallir.

Sem réttir dala-faðminn fram
Með fellum, hólum, skörðum
Og mörgum hlé-skóg’, hlýjum hvamm,
Til hælis veðurbörðum.

Með grænna slétta gárótt höf,

Sem golur aldrei hræra,

Með hundrað vatna heiðblá tröf
Og hlíða-læki tæra.

Með náttbjart vor, með norðurljós
A nyrzta jökulhorni,

Með hrímið hvítt um rauða rós
A rökum sumarmorgni.

Með vorrjóð, þvkkleit Þorra-ský,

Sem þeysa um sólar-glampa,

Unz þýðu-brosin hreyfast hlý
Um hrímga vetrar-kampa.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0123.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free