- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
119

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Svo eyddir þú æíinni þinni

Svo kulnuð, svo einstæð, en öflug sem björk,

Þó eldur um vor hefði geisað um mörk,

Hélt lífi, þó laufskrúðið brynni.

Og fólk þinnar samtiðar furðaði ei sig,

Að farsældin virtist að leika við þig,

A allsnægta örmum þig bera,

Því það fanst því sjálfsagt — en samt ekki nóg,
Það saknaði úr fullorðins-dögunum þó
Þess einhvers sem átt hefði að vera.

Það vissi, að þinn hugur var hvass og ör,

Að harðílóknar gátur þín skýru svör
Oft gripu og ljóst úr þeim leystu,

Sem skruggu-ljós brýzt gegnum skún-loft svart
Um skýjaða sumarnótt, óvænt og bjart,

Svo veginn þér fram undan veiztu.

Það sá er um afrek og íþrótt var rætt,

Þann eld sem það hafði í sálinni glætt
Og skein þér úr auganu skýra,

Þó ekki við hrollinn þann yrði það vart,

Sem ólgaði um taugar og hörund þitt snart,
Sem vestankul vorskóga hýra.

Og ennið þitt höfðinglegt, heiðslétt og bjart,

I hugina læddi inn grun um svo margt,

Sem biði rétt stundar og staða.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0125.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free