- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
123

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Bezt þú sögur kappa kant,
Ivostum þeirra mest þú ant.

Ærslum með og æsku-sveim
Yngir þú upp roskinn heim.
Ertni þinni flýja frá
Fýludrembinn staur-karl má.

Barn, sem æ átt upprof vist
Ef i hretkast beruskan sn\Tst;
Hún er íleira en hlátra-sköll,
Hún er raun og tára-föll.

Barn, með hjarta haturslaust.
Hugar-auðlegð, von og traust,
Sátt við gærdag sofnar strax,
Sól ei kvíðir morgun-dags.

Barn, með skapið ofið úr
Ardags-blíðu og þrumu-skúr:
Ljá mér hjarta og huga þinn,
Hönd þó stirðni og fótur minn.

Mér þá út úr öllu skin
Einhver þýðing djúp og brýn,
Hljóma ei tímans hávamál
Heyrnarlausri fyrir sál.

Hégiljur, sem veldið vitt
Veitir spekings-gerfi sitt,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0129.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free