- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
125

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og fleytti svo einbeittum íslending,

Sem örðugt í kaf væri að sökkva.

Þó sjálfum þér bægði oft straumur frá strönd
Sízt stóð á að hjartað þitt gegndi,

Að rétta þeim bróðurþels bjargandi hönd,

Sem barst á, og lífshætta þrengdi,

Að stvðja þau framfara og félagsbönd,

Sem fámennið islenzka tengdi.

Þú sneiðst ekki í orðskvið þá amlóðaspá:

Að örðugt sé fráleitt að vinnast —

Og kringum þá fylgni og framtak þér hjá
Sú forustuvon hefir tvinnast,

Sem lætur þig sálaðan sveitung á
Með söknuð og virðingu minnast.

Þú kveiðst ekki óreyndu — En sú kom um síð,
Er sviplega varð þér að grandi:

Hún Red Deer in fjallborna, frostköld og stríð,
Með flúðum og straumiðu bandi,

Þvi hún varð þér þróttmeiri á þrekrauna tið —
En þá var samt örskamt að landi.

Enn streymir fram áin um aldræna braut
Frá ísköldu jöklanna riði,

Og gröf sína dýpkar í dalanna skaut
Með dimmum og skjálfandi niði,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0131.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free