- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
128

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

En svo ert þú, ísland, í eðli initt fest,

Að einungis gröíin oss skilur,

Og þanninn er ást sú til þín sem eg ber —
Og þó léztu að íjölmörgum betur en mér.

Þín fornöld og sögur mér })úa í barm’

Og bergmál frá dölum og hörgum,

Þín forlög og vonspár um frægðir og harm
Mér fvlgt liafa að draumþingum mörgum —
Þinn svipurinn ljúfi, þitt líf og þitt mál,
í lögum þeim hljóma, er kveður mín sál.

Eg óska þér blessunar — hlýlega hönd
Þó héðan þér rétt geli neina —

En hvar sem eg ferðast um íirnindi og lönd
Eg flyt með þá von mína eina:

Að hvað sem þú, föðurland, fréttir um mig
Sé frægð þinni hugnun. — Eg elskaði þig.

1891

Móður-málið.

— Islendinga-dags minni. —

Vort djarfa, fagra móður-mál,

Eins mjúkt sem gull og hvelt sem stál,
Þú sigurtunga i sögu og brag,

Þú sælast hljómar þennan dag
í brjósti hverju er bærist hér —

Og börn þín gleymi aldrei þér.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0134.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free