- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
134

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

In heilaga hvíld og in himneska ró,

Ef há-sumars kveldið í faðm sinn mig dró?

Né Síonar fegurð og glæsi-torg gylt
Er gangbraut um skóginn er haustlaufum fylt?

Né réttlætis hjúpurinn, hreinn eins og mjöll,

Er heiðgullin Þorra-sól skín yfir fjöll?

Já, jörð þú ert indæl. — Eg uni mér rór
Við æskuna, kraftinn, við Sif og’ liann Þór,

Við sælu í viðleitni að vinna eitthvað gott,

Við vonina, gleðina. — Og hverfa svo brott.

Og fái ég orlof, um eitt er eg viss:

Pó indælt sé sungið i Paradís Krists
Við söngklið og Ijóðsnild þó líði mér jafnt —
Mér lyfti eg upp stundum til hressingar samt,
Þá hárfögru vordís og harðfenga Pór
Að heimsækja á Þrúðvang og drekka þar bjór.

189G

Yfir minni Islands.

Situr lítil eyja úti
Undir jökulbaug,

Hlýrri lönd þó henni ei lúti
Hjálpfús ver hún þaug,

Og með snjóvgum hainra-höndum
Hrindir is frá þeirra ströndum.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0140.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free