- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
138

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

ÍYi crt okkur vinur og voði og tjón,

Seni varst okkur stundum til baga,

Og einatt til böls eins oss barstu,

Og bani okkar margsinnis varstu.

En við höfum ríflega borgað hvert blak,

Og brekin þér launað að mestu,

Og svipuna reitt um þitt blóðrisa bak
í brekkunni unz dauðvona hnéstu —

Með klyfjarnar kenjalaus drógst þú
Unz kraftarnir þurru og dóst þú.

Pú hvíldarlaust sumarið út eða inn
Drógst ársæld að skepnum og mönnum
En jökullinn hái var húsveggur þinn
Og heystallur: mór undir fönnum,

Er miðsvetrar nákuldinn næddi
Og norðanhríð rofalaus æddi.

En það er — og margt sem eg minnist ei á
Svo myrkvað, að trauðlega veit eg:

Hvort manninn eg heldur í liestinum sá
Eða hestsál í manninum leit eg.

Og dýrt yrði dóm á það leggja
Þeiin dreng, sem er góðvinur beggja.

En til okkar stundum var trygð þín svo rík,
Að týndur og heiminum gleymdur
Pú hugdapur vaktir við húsbóndans lík.

Unz höggdofa frá varstu teymdur —

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0144.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free