- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
152

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hvergi skýli, hlé né hlíf. —

Þá er feigð og fall að verjast,
Fjörlausn ein að sækja, beijast,
Einvig djarft um dauða og lif.
Skyldi ei sál hans sigurstíf,

Sem af slíkum kröftum herjast?

Heima móður hjartaslög
Hristir ofsinn eins og bæinn,

Yfir gluggann leggur snæinn,
Felur ljós i fannalög.

Hún i örmum ungan mög
Að sér vefur háskadaginn.

Ottast veðrin vofeifleg;

Þetta lætur þrótt sinn herða:

Þar sem feður úti verða
Skulu synir varða veg —

Hjarta landsins á, sem eg,
Æsku-trú að vissu gerða.

V.

••

Manst þú bylsins Bjarkamál?
Þegar hopa úr haugum draugar,
Hristir allar landsins taugar
Hláku-stormsins stóra sál —
Þiðna hjörn, sem brædd við bál,
Bláa jaka slraumur laugar

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0158.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free