- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
153

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sprengir sundur spentar fast
Spanga-brynjur jökulfjalla,
Vekur reit og rinda alla
Hlýjum róm’, en kveður hvast.
Brýtur fjötra og heimtar hast
Hól og dal úr fleti mjalla.

Veiztu hvaðan kjark hann fær?
Kraftur vors og sólskinsdaga
Til að leysa hlíð og haga
Magn hans er, þó felist fjær —
Slíkur storma-styrkur slær
Strengi landsins yngstu Braga.

VI.

Sveitin glaða, gegnum þig
Heilsa eg feðrafoldu minni.
Fjörður, sem i kjöltu þinni
Fyrstu gullum gladdir mig,
Sem eg ekki á æfistig
Alveg týndi nokkru sinni.

Man eg forna feðratrú,

Þá, að andar heygðra hala
Hyrfu í fjöllin sinna dala,
Kæinu þaðan þá og nú —
Mér finst vöggu-vonin sú
Vænst í spásögn dýrðar-sala.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0159.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free