- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
155

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Legg þú, auðna, ár og frið
íslands ver og grundum —

Hitt veit enginn eins og við,

Að oss langar stundum:

Hörpu að lokka Oreif af,

Inn á frónska móa
Syngja austur yfir liaf
Akra vora og skóga.

Æsku-systkin, ástar-þökk

— Af þó legðust fundir —

Fyrir orð og atlot rökk,

Otal glaðar stundir!

Feðrum, sem að fram-tak oss
F’estu í skapi ungu,

Mæðrum, sem við kvæði og koss
Ivendu oss þessa tungu.

1899

Kanada.

— ísleiuiinga-dags minni. —

Menn trúðu því forðum, um straum-barða strönd
Pó stormurinn heima við bryti, •

Að fjarst út’ í vestrinu lægju þó lönd
Þar logn eða sólskin ei þryti,
því þar hefði árgæzkan friðland sér fest
Og frelsið og mannúðin — alt sem er bezt.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0161.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free