- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
169

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Því við leggium sæmd á hann, sökum hann ei —
Svo sjaldgæft og fagurt var ránið.

Við segjum að réttmæt sé rangefni manns,

Þó reglur og lög haíi brotið,

Ef veröldin fann, að í hellinum hans
Hún herfangsins bezt hafi notið.

Svo glampar hans logandi einkenni á
Því öllu, sem gjörninga-hringur,

Svo hvenær sem þjófar við ránið hans rjá
Til refsingar brenna á þeim fingur.

Frá þjóðsið og landsvenjum löngum hann vék
Og lögskila heimild og sögum —

Að hamslausum ástríðum óhikað lék
Sem eru ekki í þingmanna-lögum.

Hjá honum er veröldin upphilling öll
Og öflin i stormum og vötnum.

Og hann getur sviplega sent þig á fjöll
Og sett þig við drykkju hjá jötnum.

Hann beitir þig aflsmun — þú bjóst við til hálfs
Hann blekti með list eða ráðum..

I Brútus og Makbeþ er sálin hans sjálfs
Þeim Shylokk og Oþelló báðum.

í skapferli og viðburð þú samræmi sér —

Og sízt þess er vænt að þig kynji,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0175.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free