- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
171

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

()g yrði ei huganum hagurinn smár

Að heiminum, lífinu sjálfu

Er veitir sem sæmdar-gjöf sextíu ár:

Að sofa þau ut nær að hálfu.

En hitt er samt mann-raun, og nærri því nauð
Of nær-göngul öllum, sem reyna,

Að metast við heiminn um mentunar-brauð.

Fá mola og úrkast og steina —

Fá sáðland sér úthlutað óræktarmest
I urð og með jarðvegi grunnum,

Og sjá sér svo ákveðinn uppskeru-brest
I alls-lok á hrjóstrum svo þunnum.

Og ætli að sú tunga með úrkostinn þann
Ei áfrýi vandlætis dómum

Sem matti það sjálfþægð að syngja við mann,
Var samkvæða almanna rómum?

Sem varði um málsnild og Ijóðauð síns lands
í landeign ins ríkara og stærra,

Sem dró að því athvgli útsveita manns
Ef einhver söng gleggi’a eða hærra.

A horfinni öld þótti harpan sú snjöll,

Er hirðskáldin strengina knúðu,

Sem lang-spentir náðu um Norður-lönd öll
F>á Niðarós suður um Rúðu.

Við könnumst við vöru-mark ómum þeim á
Um ofjarl og skattkónga raðir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0177.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free