- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
181

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Með vinfengi brúa þú liöf.

Fram nýár og ljós yfir löndin
Með ljóð kring 11111 vöggu og gröf.«

Því bróðernis-bönd okkar sögu
Hann bundu við gjörvalla þjóð,

Og tungumál vóru ’onum tengdir,

Sem táknuðu samerfða blóð.

Það ættarmark var honum auðþekt
A alt sem lians kynflokk dró. —

Svo grynti ’ann þann fjörð milli frænda
Sem fávit og þjóðhroki gróf.

Hann mat ekki miljónir einar —

Hann miðaði auðlegð hjá þjóð
Við landeign í hugsjóna heimi
Og hluttak í íþrótta sjóð’ —

Og var um þann ættingjann annasl,
Sem yzt hafði og Ijarlægast þrengsl,

En haldið við sálarlífs sumri
Um sólhvörfm döprust og lengst.

Þó enn ríki harðbýli 1 lieimi,

Og hlutfallið á því sé bygt:

Sé brynja undir veizlu-stakk vorum,

Er vinaboð sviklaust og trygt!

Samt vakna þær framtíðarvonir,

Er vinirnir minnast á hann,

Að penninn hjá sanngirni sætti
Um sakir, er illskiftnin vann.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0187.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free