- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
184

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Gegn voðaeldi, ef nágrannans er brendur —
En sveitum bjarga samtaksnjótar hendur.

IV.

Ef tryltir Bjarmar lirakför halda að austan,
Ver hamingjan um vinagarðinn traustan!

Þó soknum drekuin draugar fleyti úr sænum
Og dráps-hring slái að höfninni og bænum,

Sig vina sambjörg ver á fáum kænum.

En þá skal alt á eigin fingur telja!

Fvrst Englar, Saxar kaupa nú og selja —

I fjarða-munn þó blakkir barðar skríði
Og birnir Bússlands skjögri úr vetrar-híði,

Og Ása-Þór þó ekið hafi vagni
Að útför sinni og Jötunheimur fagni,

Peir erfðu hamar hans, þeir Móði og Magni.
Og vígin hlóðu skagi og skerja-tengsli
Og skugga-berg og jökuldala þrengsli,

Svo eins manns líf með eldfjalls magn i hendi
Er opin Hel þó stórfvlkingar lendi
Pví sökkvi-djúp er sær við strendur framan,
Sem svelgir þúsund skeiða flota raman.

Um megin herdeild hrynja fjöllin saman.

■’ —. ——

V.

Er vonlaust, heimskan hygnari sé orðin,

Og hiki nú við skaðvæn þjóða-morðin?

En skynji að margbreytt mál og hættir huga
Sé heims-menningar líf, ef á að duga —

Með fásinni mun ellin yfirbuga.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0190.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free