- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
189

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og enn mun í gröfinni indælt uni þig
Er upptekur vetrarins snjóa,

Og grundin og skógarnir gróa —

Og þá munu hjörtun vor sætt hafa sig
Við sumarið stutta en frjóa,

Ið sólríka, sjálfsdáðanóga.

Og þá munu revnast svo sönn, að það sést,
In síðustu orðin þín: Heima er bezt!

III.

Sjálft skanimlífið verður þó vinningi að
Ef vinirnir hafa við mikið að una —

Og ellinnar siðasti sigur er það,

Að sitja við leiðin og yrkja og muna.

Eg kveð þig með kærleikum, góði!

Þig, drenginn minn ciána, með Ijóði —

En ekki i síðasta sinni —

\”ið endimark æfinnar vega
Ið eina, ið átakanlega
Er vitund sú: vinir manns trega.

Það vakir i meðvitund minm.

Og slíkt mvndi þrengt hafa að þinni.

Svo sigra eg söknuð og ainann,

Og kveð yfir mold þinni minni
Eins frjálslega, og sætum nú saman,

Sem værir þú enn hjá mér inni —

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0195.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free