- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
193

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Var ágætismeira að lang-verjast falli,

Að standa af sér liríðina er ísinn gekk að,
að afstýra druknun á tæpustu lending —

En skroppinn úr slarkinu slyngast var það,
að slá sér upp veizlu og kveða þar hending!

Ef sagt er upp nafnið þitt, sveitin vor kær,

Og sungin að mið-vetri íslenzku minnin,

A þreklegum skata og þýðlyndri mær
Hvort þrútna ei vöðvar og roðnar ei kinnin?

Við lítum þann nærri því meðaiímkun með

— sem mist liefði af tilviljun flest okkar gæði —
Sem hefir ei ísland og Eyjafjörð séð,

Né erft okkar sögur og numið vor kvæði.

1906

Afmælisvisur.

1.

Eg man að var skrafað og skrifað um það
I skeggræðum fólks og í upptuggu-blað,

Að limtugir ættum við alltlestir þó
Af afmælisdögunum meira en nóg.

Að æskunni finst það um fausk eins og mig
Ei firtir. — En Kristinn minn, varaðu þig!
Því árþriðjungs-brolinu er bótlevsa að,

Ef blaðfróður jafnaldri rekst on’á það.

Steplian G. Stephansson: Andvökur. 13

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0199.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free