- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
194

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og nú skal eg segja þér alt eins og er,

Að óþarfalíf getur hlotist af þér!

Þín komandi æfi er hreint ekki á luild’,

En hvað þú svo gerir er ekki mín skuld.

Eg auðvitað hálf-segi og hleyp yfir margt
Af hrörnunarmerkjum — Eg anna þeim vart!
Eg drep rétt þín glöggustu elliglöp á,

Sem ættu menn viljugt að steinsofna frá.

Eg tel ekki hjálpfýsi, sanngirni, sátt,

Sem sammerkt við nafn þitt og ljöldann þú átt,
Né kæiieik né góðvild né greiðvikni þá,

Sem getur hvert sóknarbarn skorið sig frá.

II.

Þú komst ekki hálærður hingað til lands,

I3ú hafðir ei víxil á banka neins manns,

Né fyrir þeim innstæðum ofan þú tókst
Með auðmýktar svip, hvort þú gekst eða ókst.

En hyar sðtn þú lagðir fram verk eða vit,
í veizlu, á málfund’, við leik eða strit,

Þar inátti hver hér-alinn liafa sig við,

Að halla ekki undan, að biðja ekki um grið.

Og meðalmann hvern gaztu hæglega þreytt
í hvatræði og glöggsýn, ef léztu þvi beitt —

Við stóðum ei alténd i sammála sveit,

Eg segi af reynzlu það lítið eg veit.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0200.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free