- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
195

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Þú hneigðist að framför og frjálslyndi því,

Að fleka ei málstaði rógburði i.

()g hveimleitt var hræsninni, að heyra þín svör,
Sem hvíslar i flónin með tviræðri vör.

Pú hefir ei breytt þér með aldrinum enn —

Og enginn er viss á því, guðir né menn,

Sitt arfgenga fjármark á eyranu á þér,

Hvort aðgætni skarpsýnust neinstaðar sér.

Og framvegis verðurðu efalaust eins,

Svo umtölur spökustu væru ei til neins.

Og von fyrir komið það öldungis er
Að enn geti búkröggur svelt neitt úr þér.

III.

Eg óska þér framtíðar — Þel mitt er þýtt,

Eg þakka þér alt saman, gamalt og nýtt —

Það sýnir víst glöggvast, að meira sé mér
Þó mál á að hátta en fimtugum þér!

En ég fékk víst útvalning’ enga til þess,

A englanna loftungu að syngja’ mín vers.

Eg fæddist ei þulur með þjóðskálda mál —

Svo þarna er kvæðið! og hérna er skál!

1906

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0201.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free