- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
196

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Níels Finsen Ijóslæknir.

— Pýtt. H. Drachmann. —

Án stórskota hríðar og hernaðar-brags
Og hergöngu-lags,

Þar hné hann nú, brosandi ið hinzta sinn.

Sá hertoginn,

í dauðsærðra fylking sem foringinn var
Og fóstbróðir þar.

Frá lýsing til rökkurs þeim liðsinti bezt
Og leið með þeim flest.

Með voninni stóð hann gegn myrkranna mátt,
Bar merkið sitt hátt.

Sjálft ljósið sér skaut kringum skörunginn þann
í skjaldborg um hann.

Hann kannaði val þann sem vanræktur lá,

Og voði er að sjá.

Hann banasár græddi og annara und
Að útfararstund,

Þó sárt honúm blseddi til ólitis inn
Um áverka sinn.

Því aðstoð og mannbjörg var umsýsla hans,

Ins árvakra manns —

Þú lýður, sem herguði hefur við ský
Og hávegu í,

Ivom, hneigðu ])eim lifgjafa er liggur hér nár!
Jafnt lágur og hár.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0202.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free