- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
197

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Slá bálköst úr lifandi ljósgeisla-krans
Um líkfjalir hans!

Það hné ekki um Norðurlönd, herjum-fræg öll,
Nein hetja svo snjöll —

Og nafnið hans Finsens er frægðinni hrós
Og framtíðar ljós.

190S

Benedikt Ólafsson frá Eiðsstöðum.

í uppeldi þínu var kotung ei kent
Né kúguð i skólana þjóðin,

En saga og ljóð voru sjálftekin ment
Sem söng í mann vitið og hljóðin.

Því þá var í tvísönginn farið við fjall,

Og fólkið tók undir og bærinn

Svo ómandi hringhendan umdi og gall,

Sem íslenzki fossinn og blærinn.

Pú týndir upp óboðinn orðsnildir þá
A almennings götu, sem forðum,

Sem brosandi hugsunum ilug-vænginn fá
í fyndnum og dverg-högum orðum.

Og eins lék þinn hugur sér frjálslega um llest,
Og fátt var af kreddum sem þyngdi ’ann.

Og húsið þitt opna og glaðværð við gest
Var greiði til hvers manns og yngdi ’ann.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0203.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free