- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
201

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

III.

Hér er ekki að heilsa því
Að hinzta mál þitt reifi —

En vert þú sæll! sem siglir í —
Sjálfs þín fararleyfi.

1907

Óskar Svía-konungur.

»Konuiigur vor er kotungsættar,

en sérhver þumlungur í honum er úr

öðlings-efni«

— Haft eftir sænskum hirðmanni —

I.

Meðan hljóður harmur
Helörn risti á brjósti
Hæsta konungs-höfuð
Hallaðist að bólstri —

Noreg hafði úr hendi
Höggvið As inn blindi.

Einn sat Bragi að beði,

Bragi ljóðskrautuður.

Laut að lofðungs eyra,

Ljóði þvi að hvísla
Sem að báli bornum
Beinir vinum sínum,

Orðum ei sem heyrðu
Aðrir, þó þeir spyrðu.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0207.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free