- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
217

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og ætli sér þar næst að þilja hvern fjörð,

Eg þráset í kring um alt Norðurland vörð
Af öskrandi eldinga »kritík«.

Ef mannskepna-hjörð verður máttlaus af hor
Af matarskort’, eitt þetta harðinda-vor,

Hvern hungraðan vesling, sem enga björg á,
í askinn sinn læt eg til saðningar fá
Frá miskunnsemd siaða »kritík«.

Þó varnað sé öllum um vitsmuni og þrek,

Og verði svo eintómur pappír og blek
Hver framfara-hugmvnd, hver bók og hvert blað,
Eg bæti upp andlega volaðið það
Með þytnum af þrymjandi »kritík«.

Svo seilist eg austur um Atlantshaf
Og islenzku dáðleysi ver hér á land —

Slík ógn stendur »kritíkar«-kylfunni af
Sem Kerúbims sáluga af leiftrandi brand’.

1889

Vetrar-riki

Þú krimpar þig hálfgert við kuldann hér nyrðra
Og klökugu fjöllin sem girða mann af.

En unir þér betur við sólskinið syðra
Og sumarið langa og brúnaslétt haf.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0223.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free