- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
223

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Og vinunum nátengdu, nær eða fjær,
í nótt hef’ eg ljósskuld að inna,

Sem lýstu — þó nefni ei nöfn þeiri’a kær
Á nátthimni lífdaga minna.

— Þó skugganum fáum ei fram úr að sjá
Eins fögur er blástjarnan himninum á —
En lífið initt hlákkandi leik eg mér við.
því ljós yfir nýárs míns vöggu eruð þið.

1894

Erfðaskráin.

Er eríingja-hópinn minn liorfi eg á

— Það hygg eg að enginn mér lái —

Með áhyggju reikna eg erfðina þá
Sem eftir mig dáinn liann fái.

Að fjársjóðum ýmsum til arfs get hann leitt.

— En ei er það frægðin né gróðinn,

Því eg hef’ þeim báðum um æfina eytt
í útkjálka-búskap og ljóðin —

Svo þeir eru: Reynslan að líf sé ei létt,

En leið til að sigra og þola,

Og heiminum út úr hvern heilagan rétt
Að heimta, en aldrei að vola.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0229.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free