- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
224

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Að fljóta ei sem straumhrakin dreif gegnum drif
011 dægur með sofandi geði,

Að snúa ei ángri i ómegins lyf,

Né eitra sér lifs-stundar gleði,

Að rýna ei svo fasl á alt svipljótt og svart
Að sökkvi hvert Ijósbrot i inóðu,

F]n una við sólskin og sumar-loft bjart
Og sálirnar háfleygu og góðu.

Að krossfesta ei einn fyrir lesti síns lands,

Og levsa svo stórseka marga —

Að hata til eilífðar málstað eins manns,

En manninum sjálfum þó bjarga.

Með hverjum helzt vinna að viðgangi lands
Þar viðreisnar-færi við sjáum,

Pó liann væri eiðsvarinn óvinur manns
Og einvig á morgun við háum.

Að skeyta ei hve veröldin verðleggur mann,

Né vinna *li1 himneskra gjafa,

En láta sér fullnægja fögnuðinn þann,
sem fylgir því: reynt til að liafa.

Að lála ei glismangið ginna af sér mál,

Né ganga ineð þrælsótta-helsið —
þvi lýmri er dýflissa sannfrjálsri sál
En samok við almennings frelsið.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0230.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free