- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
227

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Kg veit þér fundust hróður-hljóð
Og húmdimm vestur kvöldin
Og vildir Iýsa þinni þjóð —

Og þökk fyrir ljósa-höldin.

En kveikja óðareld sem skin
Við aldrei munum kunna.

Hún yrði hljóðlaus harpan þín
í liöndum slíkra klunna,

Því listin flutti ei enn þá inn
A óðul fyrir vestan —

Við gætum heldur hjörinn þinn
I hendi greipt og livest ’ann.

Og þó oss örðugt yrði í styr
Og ilt að halda velli,

Að sliðra oddinn ekki fvr
En einhver lygin félli,

Svo enginn þyrði að ílvtja frétt
Er féllum lágt í valinn:

Um Hólamanna höggin létt —

Þó höndin væri kalin.

En það mig hefir þráfalt dreymt,
Að þegar aldir líða
Og hreysti-orðið hvert er gleymt,
Og höggin þeirra er striða:

Og hvað sem verður ofan á
Og efni að semja frið um,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0233.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free