- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
230

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sem einliðans, riagaða uppi um kvöld
Hjá útlögstum ræningja lier,

Sem hlustar með lokuðum augunum á,

Að óvinir læðast að sér.

Og villu-nótt mannkyns um veglausa jörð
Svo voða-löng orðin mér finst,

Sem framfara skíman sé skröksaga ein,

Og skuggarnir enn hafi ei þynst.

Því jafnvel í fornöld sveif hugur eins hátt —
Og hvar er þá nokkuð sem vinst?

Jú, þannig, að menningin út á við eykst
Hver öld þó að beri ’ana skamt —

Hún dýpkar ei, hækkar ei, lengir þó leið
Sem langdegis sólskinið jafnt.

En augnabliks vísirinn, æfin manns stutt,

Veit ekkert um muninn þann samt.

En jafnvel i smalanna einveru inn,

Sem árgeislinn, læðist hún rótt
Og bjarmar i hugum þó beri ei á,

Því birtingin fer þar svo hljótt —

Og eg, sem get kveðið við kolsvartan heim
Slíkt kvæði um andvöku-nótt.

Og liugar-rór stigið i hvíluna þá
Að hinztu, sem við eg ei skil:

Svo viss að í heiminum vari þó enn
Hver von mín með ljós sitt og yl,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0236.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free