- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
231

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Það lifi sem bezt var í sálu mín sjálfs
Að sólskinið verður þó til!

189!)

Sumarhretið.

Og svo er þá hretið á enda — og alt
Sem áður var snjóbarið, frosið og kalt,

Við september-sól fer að hlýna.

Úr laufhári skógarins fjallgolan frjáls

Strauk fannhærur greiddar — hver J)rekka, hver háls

Mér vorrjóða vangana sýna.

Og loftið, það er nú svo blátt og svo blitt,

Nú l)lasir við útsýnið fagurt og vítt
Með bláskóg og breiðunum mjalla.

Svo hátíðlegt fmst mér, að horfa um geim
Sem hjartanleg vorblíða fylli allan heim,

Og jafnvel hvert jökulskarð fjalla.

— En hefir nú Vínlandi vospá þín ræzt?

Sem volandi sagðir: »Það bót engin fæst
Á veðrinu, fvr en að vori«.

* j »
í liug þínum raktirðu upp, hrumur og grár,

Öll hret þinnar æíi í fimtíu ár,

En úthýstir þreklund og þori.

Eg botna ei þitt grunnlausa hrak-spáa haf.

Þó hart væri — manst’ ekki? lifðum við af

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0237.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free