- Project Runeberg -  Andvökur. Eftir Stephan G. Stephansson / I. 1868-1907 /
243

(1909-1923) Author: Stephan Guðmundsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Bónda-manni er bótin sú
Við brestum skrauts og náða:
Fleðu ska pi n 11 hei m a - hj ú
Hann þarf sízt að ráða.

Eins er hitt —: Hvort ókvíðinn
Eg sé við þá prentun?

Sem þó skorti skilyrðin,
Skóla-ganginn — mentun.

Örðug verður úrlausn hér,

Illa stend að vígi —
Hálf-sannleikur oftast er
Óhrelcjandi lygi.

það er satt, að mentun mér
Mislögð víst er fengin.

Ef við hámark hana ber,

Hún er næstum engin.

En ef þú ert aðgætinn

— A þó minna ben —:

Sérðu víðar, vinur minn,
Vondan brest í keri.

Hámentaða virðum vér
Vora lærdóms-hróka,

Sem eru andlegt ígul-ker
Otal skóla-bóka.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sat Dec 9 02:15:02 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/andvokur/1/0249.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free